Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar massamikilla stjarna sem hafa sprungið. Við sprenginguna þjóta ytri lög stjörnunnar út í geiminn en efnið í miðju stjörnunnar hrynur inn í sig og myndar þá mjög þéttan hnött; þéttasta fyrirbæri sem þekkist í alheiminum fyrir utan svarthol: Nifteindastjörnu!
Á þessari nýju mynd sést hópur stjarna í því sem kallast „kúluþyrping“. Þær eru með elstu fyrirbærum alheimsins — næstum jafngamlar alheiminum sjálfum! Þetta þýðir að margar stjörnurnar í þeim hafa þegar lifað ævi sína á enda. Massamestu stjörnurnar hafa fyrir löngu sprungið og skilið eftir sig nokkrar nifteindastjörnur.
Stjörnufræðingar hafa notað nifteindastjörnurnar í þessari þyrpingu, ásamt öðrum, til að finna út sambandið á milli massa þeirra (hversu mikið efni þær hafa) og stærð.
Nýju gögnin sýna að meðal-nifteindastjarna, með álíka mikinn massa og ein og hálf sól, er í kringum 12 km í þvermál. Það er álíka stórt og lítil borg! Þegar allt þetta efni er þjappað saman í svona lítið plass er ljóst að nifteindastjörnur eru ótrúlega þétt fyrirbæri. Þrýstingurinn í miðju þeirra er meira en tíu trilljón trilljón sinnum meiri en þarf til að mynda demanta innan í jörðinni.
Fróðleg staðreynd
Nifteindastjörnur eru svo þéttar að þær eru næstum fullkomlega kúlulaga. Hæstu mögulegu „fjöllin“ á yfirborði þeirra yrðu aðeins 5 millímetrar á hæð!
さらに情報
Þessi frétt Space Scoop er byggð á fréttatilkynningu frá Chandra röntgengeimsjónauka NASA.
Share: