フォローお願い
iBookstore
Android app on Google Play
好きです!
A programme by
Á fætur, það er kominn morgunmatur!
2013年4月2日

Fyrir nokkrum vikum fylgdust stjörnufræðingar spenntir með því, þegar svarthol rankaði við sér eftir nokkurra áratuga blund og hóf að svolgra í sig kjarngóðan morgunverð! Það var reyndar ekki ristað brauð eða morgunkorn á boðstólnum heldur risa-Júpíter! Risa-Júpíter er fyrirbæri sem er miklu stærra en Júpíter (stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar) en samt ekki nógu stórt til að vera stjarna. Í þessu tilviki var það um það bil 30 sinnum stærra en Júpíter. Til að setja þessa stærð í samhengi kæmust meira en 1.300 Jarðar innan í Júpíter!

Hugsaðu þér: Hópur stjörnufræðinga frá Geimvísindastofnun Evrópu var að gera stjörnuathuganir þegar bjartur og dularfullur röntgenblossi birtist skyndilega á tölvuskjánum. Þeir voru forvitnir og vildu vita hvaðan ljósið dularfulla kæmi og byrjuðu þess vegna að rekja það aftur til upprunans. Ljósið kom úr miðju vetrarbrautar sem heitir NGC 4845. Stjörnufræðingar hafa margoft rannsakað þessa vetrarbraut en þetta kvöld skein hún 1000 sinnum skærar en venjulega!

Ljósið kom frá heitu efni í kringum svartholið í miðju vetrarbrautarinnar þegar það reif í tætlur og gæddi sér á fyrirbærinu óheppna. Svartholið í miðju NGC 4845 er talið um 300.000 sinnum þyngra en sólin okkar. Það vill líka leika sér við matinn: Í tvo til þrjá mánuði lék það sér við fyrirbærið áður en það hámaði það í sig. Það skildi reyndar eftir um einn tíunda af efni þess!

Þú getur séð tölvulíkan af atburðinum hér.

Loading...

Fróðleg staðreynd

Í kringum svarthol eru sérstök mörk sem kallast sjóndeild. Í þeim punkti fellur allt, meira að segja ljós, í átt að svartholinu. Engin leið er að losna burt ef maður hættir sér inn fyrir sjóndeildina.

Share:

Printer-friendly

PDF File
948.0 KB