フォローお願い
iBookstore
Android app on Google Play
好きです!
A programme by
Dagurinn þegar heimurinn brosti
2013年7月23日

Fyrir skömmu gerðist nokkuð stórt, nokkuð stórkostlegt, nokkuð nýtt og sérstakt!

Þann 19. júlí 2013 tók Cassini geimfarið, sem er á sveimi um Satúrnus í meira en eins milljarðs kílómetra fjarlægð, mynd af Jörðinni! Myndatakan var tímasett þannig að skært ljósið frá sólinni væri fyrir aftan Satúrnus sjálfan. Þessi fallega reikistjarnan með hringana gnæfir yfir myndina með hringakerfið allt en Jörðin sést sem örsmár „fölur blár punktur“ í órafjarlægð. Jörðin er kannski agnarsmá á myndinni en við, Jarðarbúar, erum öll á henni!

Í fyrsta sinn náðist mynd af Satúrnusi og hringum hans ásamt Jörðinni í náttúrulegum lit. Myndin sýnir okkur útsýnið eins og það myndi blasa við mannsauganu! Hún fellur í hóp tveggja annarra sögulegra ljósmyndi af híbýli okkar í geimnum. Hinar eru myndirnar „Jarðarupprás“ sem geimfarar um borð í Apollo 8 tóku úr 380.000 fjarlægð af braut um tunglið og „Pale Blue Dot“ sem geimfarið Voyager 1 tók árið 1990 þegar það þaut um geiminn í 6 milljarða km fjarlægð frá Jörðinni.

Áður en myndin var tekin var fólk um allan heim látið vita af myndatökunni og hvenær hún yrði. Þannig gafst fólki gott tækifæri til að velta fyrir sér hve einstök reikistjarnan bláa er og líka hversu óhemju dýrmætt lífið á Jörðinni er. Hvað varst þú að gera þegar þessi mynd var tekin? Horfðir þú upp í himinninn ásamt öðrum um allan heim og veltir yfir þér lífinu og tilverunni á þessum föla, bláa punkti?

Fróðleg staðreynd

Cassini geimfarið var sjö ár að ferðast frá Jörðinni til Satúrnusar. Geimfarið varð að ferðast framhjá nokkrum öðrum reikistjörnum til að komast á nægilega mikla ferð en þegar yfir lauk hafði það lagt næstum 3,5 milljarða kma að baki áður en það komst á braut um Satúrnus!

Share:

Printer-friendly

PDF File
939.7 KB